Helguvík geti tekið við herskipum

Helguvíkurhöfn var vígð 1989. 150 metra viðlegukantur á norðurbakkanum myndi …
Helguvíkurhöfn var vígð 1989. 150 metra viðlegukantur á norðurbakkanum myndi gera lengstu skipum kleift að leggjast að bryggju. Ljósmynd/Reykjaneshafnir

Áhugi er fyrir því hjá Reykjaneshöfnum að ráðast í uppbyggingu í Helguvíkurhöfn á þann veg að Atlantshafsbandalagið geti haft þar aðstöðu sem tengjast myndi aðstöðu þess á Keflavíkurflugvelli. Mögulegt er að taka þar við stórum skipum.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna, segir að þetta verkefni sé „ekki bara á teikniborðinu heldur vel yfir því“. Undirbúningsvinnan sem farið hefur fram er þó aðeins af hálfu hafnaryfirvalda á svæðinu og er að viti Halldórs ekki komin í formlegan farveg hjá NATO.

Að sögn Halldórs hafa þeir sem til landsins hafa ferðast á vegum bandalagsins þó kannað aðstæður við höfnina. „Og í framhaldinu höfum við viljað teikna upp hvernig við gætum þjónustað þessa aðila betur, enda eru fyrir einstakar aðstæður í Helguvíkurhöfn á landsvísu. Þar eru forsendur fyrir legu stórra skipa og langra, ásamt því sem samspilið við flugvöllinn er kjörið. Þarna er því virkilega tækifæri til uppbyggingar,“ segir Halldór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Engin formleg fyrirspurn hefur borist frá Atlantshafsbandalaginu um þessa uppbyggingu en aðspurður á fundi sjálfstæðismanna á Suðurnesjum í gær kvaðst Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, vita til þess að samstarfsþjóðir Íslands í varnarbandalaginu hefðu verið að „kalla eftir“ því að ráðist yrði í þetta verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka