Róbert Ragnar Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, var í dag kjörinn forseti dómstólsins. Róbert tekur formlega við forsetastólnum af Linos-Alexandre Sicilianos frá Grikklandi 18. maí.
Róbert er 47 ára gamall og hefur starfað sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í tæp sjö ár. Hann var kjörinn varaforseti á síðasta ári.