Ammoníak verði framleitt í Finnafirði

Veðjað er á að ammoníak verði eldsneyti fyrir skipaflota heimsins. …
Veðjað er á að ammoníak verði eldsneyti fyrir skipaflota heimsins. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugmyndir eru uppi um ammoníaksframleiðslu við væntanlega stórskipahöfn í Finnafirði á Norðausturlandi.

Samhliða þróun á verksmiðjum til að framleiða vetni, súrefni og ammoníak er unnið að könnun á möguleikum þess að framleiða raforku til þessara nota í vindorkuverum. Sex hugsanlegir staðir fyrir vindorkuver sem framleitt gætu 640 megavött hafa verið tilkynntir til mats í rammaáætlun.

Ammoníakið yrði flutt með tankskipum á markað þar sem þörf er á grænu eldsneyti á skip. Veðjað er á að ammoníak verði framtíðareldsneyti fyrir skipaflota heimsins. Súrefnið sem til fellur verður notað í fiskeldi á landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert