Ferðamaður í rigningu á Hakinu á Þingvöllum

Ferðamaðurinn á Hakinu.
Ferðamaðurinn á Hakinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú er hún Snorrabúð stekkur, orti listaskáldið um fallandi frægð Þingvalla og víst er margt þar nú með breyttum brag frá því sem var. Venjulega er iðandi líf á svæðinu og ferðamenn í þúsundatali þar daglega.

Einn ferðalangur stóð á Hakinu í gær og virti fyrir sér ágætt útsýnið þar á annars regnvotum vordegi.

Þjónustumiðstöð og gestastofa á Þingvöllum hafa verið lokuð síðan samkomubann gekk í gildi, en verða opnuð 4. maí næstkomandi og er þess þá vænst að ferðamönnum fari aftur að bregða fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert