Góður grásleppuafli en færri bátar

Blankalogn var og fallegt veður þegar unnið var að löndun …
Blankalogn var og fallegt veður þegar unnið var að löndun úr grásleppubátunum Ásdísi og Sigrúnu Hrönn á Húsavík í gær. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Víðast hvar hefur veiðst vel á grásleppuvertíðinni til þessa og afli á hvern bát er um 30% meiri nú en í fyrra. Besta veiðin hefur verið sunnan Langaness, en yfirleitt góð við Norðurland og Norðausturland, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda.

Aflahæsti báturinn í ár er kominn með rúmlega 50 tonn en í fyrra var sá aflahæsti með um 40 tonn.

Um fjórðungi færri bátar voru hins vegar á grásleppuveiðum um miðjan mánuðinn en á sama tíma í fyrra, 107 bátar í ár en 143 í fyrra. Heildaraflinn í ár er um 5% minni en á síðasta ári.

Verð fyrir heila grásleppu á fiskmörkuðum hefur verið talsvert lægra í ár en á síðasta ári. Þannig hafa fengist 226 krónur að meðaltali fyrir kílóið en verðið var 289 krónur á sama tíma í fyrra.

aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert