„Hræðilegt ástand“ og óvissa í veitingageiranum

Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótel Sögu.
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótel Sögu. mbl.is/​Hari

Fjórar vikur eru nú liðnar síðan hert samkomubann tók gildi hér á landi. Þá voru mörk mannfjölda við skipulagða viðburði færð úr 100 niður í 20. Við það var skemmtistöðum gert að skella í lás og fjöldi veitingastaða hefur gert slíkt hið sama. Óvíst er hvernig veitingastöðum og börum reiðir af á næstu vikum og óhætt er að segja að hljóðið í mörgum veitingamönnum sé þungt. 

Hótel Saga.
Hótel Saga. mbl.is/Eggert

Meðal þeirra veitingastaða sem hefur verið lokað er Grillið á Hótel Sögu. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Sögu, segir að þegar faraldurinn skall á og samkomubann gekk í gildi hafi þurft að grípa til róttækra aðgerða enda ljóst að litlar tekjur yrðu af rekstrinum á næstunni. Segja þurfti upp helmingi starfsfólks og losa ýmsan fastakostnað. „Við vissum að þetta tæki meira en einn til tvo mánuði og þurftum að velja hvaða einingar væru opnar,“ segir hún.

Ingibjörg viðurkennir að óvissa sé um framtíð Grillsins eins og staðan er núna. „Grillið er ofboðslega stór hluti af Hótel Sögu. Vonandi náum við að finna einhvern flöt á því að opna það að nýju. Eins og staðan er núna verður það ekki á næstunni. Matreiðslumennirnir eru enn þá í vinnu hjá okkur og matreiða fyrir Mími. Ef ríkisstjórnin framlengir hlutastarfaúrræðið höfum við tök á því að halda þessu framúrskarandi fagfólki.“

Hægt er að lesa um stöðu annnarra veitingahúsa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert