Ferðamenn í sóttkví við komuna til landsins

Allir sem koma hingað til lands þurfa að fara í …
Allir sem koma hingað til lands þurfa að fara í sóttkví frá og með föstudeginum, líka ferðamenn. mbl.is/Eggert

Öllum verður skylt að fara í 14 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins frá og með föstu­deg­in­um. Heil­brigðisráðherra hef­ur í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is und­ir­ritað reglu­gerð um breyt­ing­ar þess efn­is, og gild­ir hún að óbreyttu til 15. maí.

Hingað til hef­ur ein­ung­is Íslend­ing­um og öðrum bú­sett­um hér á landi verið gert að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins, en frá og með föstu­degi mun regl­an því einnig gilda um þá fáu ferðamenn sem koma hingað til lands um þess­ar mund­ir. Regl­an tek­ur til allra sem ferðast til lands­ins frá landi sem sótt­varna­lækn­ir skil­grein­ir sem háá­hættu­svæði, en sem stend­ur eru öll lönd heims á þeim lista.

Til að fram­fylgja breytt­um regl­um um sótt­kví þarf að taka upp tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit á innri landa­mær­um Schengen-svæðis­ins á Íslandi. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi frá því Ísland gerðist aðili að Schengen-sam­starf­inu árið 2001.

Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til lands­ins að þeir út­fylli svo­kallaða heilsu­fars­skýrslu (e. Pu­blic Health Passenger Locator) eða sam­bæri­legt form og munu farþegar þurfa að fram­vísa því við landa­mæra­eft­ir­lit. Með því er gert að skil­yrði við komu fólks til lands­ins að fyr­ir liggi all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hvar viðkom­andi muni dvelja í sótt­kví og hvernig henni verður háttað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert