Íslendingur grunaður um manndráp

Escambia sýslufangelsið í Pensacola þar sem maðurinn er í haldi.
Escambia sýslufangelsið í Pensacola þar sem maðurinn er í haldi.

Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn í Pensacola í Flórída á mánudag grunaður um að hafa skotið mann til bana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur ekki  verið haft samband við borgaraþjónustuna vegna slíks máls. 

Lík mannsins, Dillon Shanks, sem var 32 ára gamall, fannst aðfararnótt mánudags en maðurinn var gestkomandi á heimili í Pensacola. Íslendingurinn, sem er 28 ára gamall, samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla, tilkynnti um andlát mannsins um nóttina og sagði að um sjálfsvíg væri að ræða að því er fram kemur í skýrslu lögreglu.

Hins vegar hafi tvö vitni gefið sig fram og að framburður þeirra hafi verið þannig að lögregla taldi ólíklegt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók Íslendinginn. 

Annað vitnið segir að mennirnir tveir hafi rifist fyrir utan húsið og að Íslendingurinn hafi haldið á skotvopni. Þegar Shanks fór inn í húsið hafi hinn elt hann inn og vitnið segir að fljótlega eftir það hafi hann heyrt skothvell. Annað vitni hefur staðfest að Íslendingurinn hafi verið vopnaður byssu þegar hann deildi við Shanks fyrir utan húsið og að hann hafi heyrt skothvell þegar hann var að fara af svæðinu. 

Frétt Pensacola News Journal

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert