Íslendingur grunaður um manndráp

Escambia sýslufangelsið í Pensacola þar sem maðurinn er í haldi.
Escambia sýslufangelsið í Pensacola þar sem maðurinn er í haldi.

Íslend­ing­ur á þrítugs­aldri var hand­tek­inn í Pensacola í Flórída á mánu­dag grunaður um að hafa skotið mann til bana. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu hef­ur ekki  verið haft sam­band við borg­araþjón­ust­una vegna slíks máls. 

Lík manns­ins, Dillon Shanks, sem var 32 ára gam­all, fannst aðfar­arnótt mánu­dags en maður­inn var gest­kom­andi á heim­ili í Pensacola. Íslend­ing­ur­inn, sem er 28 ára gam­all, sam­kvæmt frétt­um banda­rískra fjöl­miðla, til­kynnti um and­lát manns­ins um nótt­ina og sagði að um sjálfs­víg væri að ræða að því er fram kem­ur í skýrslu lög­reglu.

Hins veg­ar hafi tvö vitni gefið sig fram og að framb­urður þeirra hafi verið þannig að lög­regla taldi ólík­legt að um sjálfs­víg væri að ræða og hand­tók Íslend­ing­inn. 

Annað vitnið seg­ir að menn­irn­ir tveir hafi rif­ist fyr­ir utan húsið og að Íslend­ing­ur­inn hafi haldið á skot­vopni. Þegar Shanks fór inn í húsið hafi hinn elt hann inn og vitnið seg­ir að fljót­lega eft­ir það hafi hann heyrt skot­hvell. Annað vitni hef­ur staðfest að Íslend­ing­ur­inn hafi verið vopnaður byssu þegar hann deildi við Shanks fyr­ir utan húsið og að hann hafi heyrt skot­hvell þegar hann var að fara af svæðinu. 

Frétt Pensacola News Journal

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert