Líðan ungs fólks sérstakt áhyggjuefni nú

Sigurþóra Bergsdóttir og Sólveig Þorvaldsdóttir aðstoða ungmenni í vanda hjá …
Sigurþóra Bergsdóttir og Sólveig Þorvaldsdóttir aðstoða ungmenni í vanda hjá Berginu headspace. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Margir hafa áhyggjur af því hvort þeir séu „nógu veikir“. Svarið er að það er ekkert áhyggjuefni of ómerkilegt til að hafa samband. Ungt fólk er að takast á við svo margt og við viljum hjálpa því,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace.

Bergið er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Sigurþóra er vinnusálfræðingur og stofnaði Bergið í fyrra. Hún hefur reynslu af vandamálum ungs fólks sem aðstandandi, en sonur hennar svipti sig lífi árið 2016 eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika.

Mikið álag hefur verið á landsmönnum vegna kórónuveirunnar. Margir hafa verið fastir heima og hefðbundið lífsmynstur í tengslum við skóla og vinnu riðlast. Sigurþóra segir að ástæða sé til að hafa sérstakar áhyggjur af líðan ungs fólks. Framhaldsskólanemendur hafa til að mynda verið í fjarkennslu síðustu vikur og búast má við því að þeim gangi misvel að aðlagast því.

„Ég hef skynjað ástandið og þetta samkomubann eins og fólk sé að halda niðri í sér andanum. Ungmenni hafa upplifað þetta eins og frí og verið að ýta hlutum svolítið á undan sér. Við höfum hins vegar þá tilfinningu að þegar samfélagið fer að hrökkva í gang á ný fari að koma að skuldadögum og afleiðingarnar komi í ljós,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert