Salan hefur aukist um 628%

Neytendur kunna vel að meta tilboðsverðið í Vínbúðunum.
Neytendur kunna vel að meta tilboðsverðið í Vínbúðunum.

„Viðtökurnar hafa farið langt fram úr björtustu vonum okkar,“ segir Guðmundur Pétur Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni.

Fyrirtækið lækkaði verð á 330 ml dósum af Carlsberg-bjór í byrjun mánaðarins um 37%, úr 289 krónum í 188 krónur. Bjórunnendur hafa tekið tilboðinu fagnandi og hefur Carlsberg gjarnan selst upp í Vínbúðunum á þessum tíma.

„Það hefur allt selst upp. Starfsfólk Vínbúðanna hefur ekki undan að svara hvort Carlsberg sé til og hvenær hann komi aftur. Það sem af er apríl erum við að horfa á söluaukningu upp á 628% í lítrum talið frá mánuðinum á undan. Þú áætlar það ekkert,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert