Sjóðfélagar ekki „skuldaþrælar“

Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ekkert í lögum segja að lífeyrissjóðir þurfi að fá sem mesta ávöxtun. Tilefnið er þau ummæli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, í Morgunblaðinu í fyrradag að samtökin skipti sér ekki af vaxtastigi sjóðanna.

Ragnar Þór segist aðspurður ósammála þessu, en hann hefur þrýst á sjóðina að lækka vexti af íbúðalánum í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans.

„Hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða, laga og samþykkta lífeyrissjóða er að verja hagsmuni sjóðfélaga og er það hugtak ekki skilgreint frekar. Hagsmunir sjóðfélaga er því teygjanlegt hugtak, en til hagsmuna sjóðfélaga geta talist kjör á lánamarkaði og lífskjör þegar þeir eru á vinnumarkaði.

Það er algjörlega fráleit fullyrðing að stjórnir sjóðanna þurfi að fá sem hæsta eða mesta ávöxtun. Það er ekkert í lögum sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti eru allt aðrir þættir og hlutverk sem stjórnir lífeyrissjóða þurfa að setja í forgang samkvæmt 29 gr. laga um lífeyrissjóði. Þá ber samkvæmt 36 gr. laga um skyldutryggingar lífeyrisréttinda, og samþykktum flestra sjóða, að taka tillit til miklu fleiri þátta eins og áhættu, öryggis, gæða, umhverfissjónarmiða og siðferðis, ásamt dreifingu eignasafns til að koma í veg fyrir samþjöppun og uppsöfnun áhættu,“ segir Ragnar Þór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert