Telur vinnubrögð MAST aðfinnsluverð

„Varan uppfyllir allar kröfur laga og reglugerða þótt Matvælastofnun hafi …
„Varan uppfyllir allar kröfur laga og reglugerða þótt Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við einstaka orðalag í kynningarefni um hana,“ segir í tilkynningu Lýsis hf. um fæðubótarefnið Fríar fitusýrur og þorskalýsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lýsi hf. telur vinnubrögð Matvælastofnunar aðfinnsluverð og hyggst ekki hætta að auglýsa nýja vöru fyrirtækisins, fæðubótarefnið „Fríar fitusýrur og þorskalýsi“. Fram kom í tilkynningu frá Matvælastofnun í dag að Lýsi hf. hefði hætt kynningu á vörunni á vef sínum eftir að stofnunin gaf fyrirtækinu fyrirmæli vegna notkunar heilsufullyrðinga við markaðssetningu vörunnar. 

„Fyrirmæli Matvælastofnunar lúta að notkun á tilteknum heilsufullyrðingum en ekki að vörunni sjálfri eða markaðssetningu hennar almennt. Fyrirtækið mun þannig ekki hætta að auglýsa vöruna, eins og haldið er fram í fréttinni [þ.e. frétt mbl.is frá því fyrr í dag], heldur einungis taka tilteknar heilsufullyrðingar úr markaðsefninu,“ segir í tilkynningu Lýsis hf. 

Í tilkynningu MAST er fjallað um markaðssetningu vörunnar þar sem gefið var til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg við að eyðileggja hjúpaðar veirur, s.s. herpes, RS og kórónuveirur, og fyrirbyggja smit.

„Varan uppfyllir allar kröfur laga og reglugerða þótt Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við einstaka orðalag í kynningarefni um hana. Lýsi hf. telur vinnubrögð Matvælastofnunar í málinu aðfinnsluverð,“ segir í tilkynningu Lýsis hf. vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert