Vilja 50 milljarða frá ríkinu til þjónustu og framkvæmda

Þjónusta sveitarfélaga er aldrei mikilvægari en nú.
Þjónusta sveitarfélaga er aldrei mikilvægari en nú.

Framlag upp á um 50 milljarða til sveitarfélaga á landinu, eða sem nemur um 137 þúsund krónum á hvern íbúa, myndi leiða til þess að sveitarfélögin gætu haldið uppi öflugu þjónustu- og framkvæmdastigi um allt land í stað þess að verða nauðbeygð til þess að skerða þjónustu, fresta framkvæmdum og festa sig í auknum skuldum.

Mikilvægt er að ríkissjóður komi að málum með almennum aðgerðum, beinum óafturkræfum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent fjármála- og efnahagsráðherra. Undir það skrifa borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltarnarnesi, auk oddvita Kjósarhrepps.

„Nærþjónusta sveitarfélaga hefur aldrei verið mikilvægari en á tímum sem þessum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, að því er fram kemur í umfjöllun um má þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert