Yfir tvær milljónir hafa safnast

„Þetta byrjaði nú meira í gríni en fékk strax mikla athygli. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri Margt smátt.

Fyrirtækið hefur nú sett í sölu boli tileinkaða öllum meðlimum þríeykisins þjóðþekkta; Víði,
Ölmu og Þórólfi, en bolir með áletruninni „Ég hlýði Víði“ hafa verið mjög vinsælir.

Nú hafa bæst við bolir með áletruninni „Við erum öll Almannavarnir“ og „Ég geng um gólf
fyrir Þórólf“. Hönnuður bolanna, sem fást á Meira.is, er Birgir Ómarsson og allur
hagnaður af sölu þeirra og fleiri bola í sömu línu rennur til styrktarfélagsins Vonar. Að sögn
Árna valdi Víðir sjálfur það styrktarfélag. „Í gærmorgun höfðum við safnað rétt rúmum tveimur milljónum króna,“ segir Árni. Hann upplýsir jafnframt að „Ég hlýði Víði“-bolurinn sé sá vinsælasti – í svörtum lit.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert