Sólfarið sett í sýrubað

Sólfarið hefur verið girt af.
Sólfarið hefur verið girt af.

Á næstu vikum verður listaverkið Sólfarið við Sæbraut í Rekjavík sýruþvegið, pússað upp og að lokum bónað, auk þess sem frostsprungnu stykki verður skipt út. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með viðhaldsvinnu útilistaverka í borginni.

Gert er ráð fyrir að vinnu við Sólfarið verði lokið fyrir byrjun júní. Vinnusvæði við útilistaverkið hefur verið girt af og viðeigandi merkingar verið settar upp.

 Vegfarendur geta óhindrað farið um gangstétt en eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið, einkum þar sem vinnuskúr verður á bílastæðum við Sólfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert