Þung staða sveitarfélaga

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Staðan er þung hjá mörgum sveitarfélögum, sérstaklega þar sem algert hrun er að verða í atvinnulífinu, að mati Aldísar Hafsteinsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að klæðskerasníða þurfi lausnir miðað við stöðu sveitarfélaga.

Þingmenn úr stjórnarandstöðunni gagnrýndu lítinn hlut sveitarfélaga í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í fyrradag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin yrði að stíga miklu fastar til jarðar í stuðningi við sveitarfélögin í ljósi mikilvægrar þjónustu þeirra við nærsamfélagið. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, lagði á það áherslu að staða sveitarfélaganna væri misjöfn. Nefndi hann að unnið væri að verkefni varðandi Suðurnesin og Byggðastofnun hefði verið falið að greina stöðu annarra sveitarfélaga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur m.a fram, að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt til að 50 milljarðar verði veittir til sveitarfélaganna til þjónustu og framkvæmda og þeim verði dreift jafnt miðað við fjölda íbúa. Ráðherra sagði að þetta þýddi að sveitarfélög sem skilað hefðu milljörðum í hagnað á undanförnum árum treystu sér ekki til að fara í gegnum hugsanlegan eins milljarðs taprekstur á næsta ári á meðan algert tekjuhrun væri hjá öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert