Viðræður sjómanna settar á ís

Skipverjar eiga að vera um borð á milli túra til …
Skipverjar eiga að vera um borð á milli túra til að forðast smit. mbl.is/Ófeigur

Vegna óvissunnar af völdum kórónuveirunnar hafa fulltrúar Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sammælst óformlega um að setja viðræður um endurnýjun kjarasamninga til hliðar.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, á ekki von á að viðræðurnar verði teknar upp á nýjan leik fyrr en í haust, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

„Ástandið er þannig og óvissan mikil. Það gengur erfiðlega að selja afurðir og við vitum ekkert hvernig þetta fer. Það er ekki skriflegt samkomulag um það en allir eru þokkalega sammála um að við gerum ekkert í þessum málum á meðan ástandið er svona,“ segir hann. Unnið er sameiginlega að ýmsum ráðstöfunum vegna faraldursins, m.a. er mælst til að skipverjar séu um borð milli túra svo ekki komi upp smit um borð í fiskiskipum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert