Fjórir í haldi vegna alvarlegra líkamsárása

Frá vettvangi árásarinnar í Breiðholti síðdegis í gær.
Frá vettvangi árásarinnar í Breiðholti síðdegis í gær. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Fjór­ir karl­menn eru í haldi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna rann­sókn­ar henn­ar á tveim­ur mjög al­var­leg­um lík­ams­árás­um í um­dæm­inu í gær.

Mál­in eru ótengd, en það fyrra átti sér stað við Jóru­fell í Breiðholti um miðjan dag í gær og það seinna í Kópa­vogi und­ir miðnætti.

Einn var hand­tek­inn vegna fyrra máls­ins og þrír vegna þess seinna. Árás­arþolar, einn í hvoru máli, voru flutt­ir á slysa­deild og er líðan þeirra eft­ir at­vik­um. 

Ekki hef­ur verið ákveðið hvort kraf­ist verður gæslu­v­arðhalds yfir hinum hand­teknu og ekki er hægt að greina frek­ar frá rann­sókn máls­ins að svo stöddu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert