Starfsfólk Auðkennis hringir nú í alla handhafa rafrænna skilríkja þegar skilríkin eru við það að renna út, til þess að minna þá á.
Það er gert til þess að fólk lendi síður í þeim erfiðu aðstæðum að vera með útrunnin skilríki og ef til vill bundið heima í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirufaraldursins.
Hingað til hefur Auðkenni sent smáskilaboð í þá síma sem eru með rafræn skilríki. Nú hefur símtalinu verið bætt við, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir misjafnt hversu marga hringt sé í á dag en hópurinn sé ekki stór.