Háskóli Íslands í 201. til 300. sæti

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Háskóli Íslands er í sæti 201-300 yfir þá háskóla í heiminum sem hafa mest samfélagsleg og efnahagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt lista tímaritsins Times Higher Education sem er nú birtur í annað sinn.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 að tölu og gilda fyrir árin 2015-2030, en þeim er ætlað að leiða þjóðir heims í átt að sjálfbærari lifnaðarháttum. Markmiðin snerta m.a. fátækt, fæðuöryggi og hungur, heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna, aðgengi að vatni og orku, sjálfbæra neyslu og framleiðslu, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, verndun úthafanna og sjálfbæra nýtingu vistkerfa.

Úttekt Times Higher Education í ár nær til 857 háskólastofnana í 89 ríkjum, en 766 þeirra eru teknar inn í heildarröðun tímaritsins. Þeirra á meðal er Háskóli Íslands, sem er eins og áður sagði í sæti 201-300. Heildarröðun háskólanna byggist á frammistöðu þeirra á sviði þriggja sjálfbærnimarkmiða þar sem hver háskóli stendur sterkastur að vígi auk frammistöðu á markmiði 17, Samvinnu um markmiðin. Háskóli Íslands er talinn standa fremst í markmiðum sem snerta sjálfbæra orku (40. sæti), aðgerðir í loftslagsmálum (48. sæti) og líf í vatni (76. sæti).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert