Netverslun útbúin á vikutíma

Staflar af vörum eru í nýrri miðstöð hjá Nettó.
Staflar af vörum eru í nýrri miðstöð hjá Nettó. Ljósmynd/Aðsend

Nettó hefur tekið í notkun 2.000 fermetra miðstöð í Klettagörðum til að þjóna netverslun fyrirtækisins. Miðstöðin var útbúin á um viku.

Gríðarleg aukning hefur orðið í netverslun með dagvörur síðustu vikur, vegna kórónuveirufaraldursins. Komið hefur fram að fyrirtækin sem eru með þessa þjónustu hafa margfaldað veltu sína. Hún náði hámarki skömmu fyrir páska. Eftir páska, þegar ljóst varð að yfirvöld myndu slaka á samkomutakmörkunum, jafnaðist ástandið aftur. Stjórnendur Nettó og Heimkaupa telja þó að íslenskir neytendur muni áfram nota þessa þjónustu í miklum mæli.

Í nýrri miðstöð Nettó er hægt að auka flæði netverslunarinnar, stýra birgðastöðu betur en áður og fjölga heimsendingum til muna. Þar eru meðal annars 100 fermetra frystir og 200 fermetra kælir. Unnið er á vöktum. Bætt hefur verið við yfir 70 starfsmönnum í netverslun og heimsendingu, að því er fram kemur í umfjöllun um verslunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert