Þrír í haldi vegna árásar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír menn eru í haldi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna lík­ams­árás­ar í Kópa­vogi seint í gær­kvöldi. Sá sem varð fyr­ir árás­inni var flutt­ur á bráðadeild Land­spít­al­ans með sjúkra­bif­reið og seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar að ekki sé vitað um ástand hans. 

Til­kynnt var um lík­ams­árás í Kópa­vog­in­um klukk­an 23:22 til Neyðarlín­unn­ar og voru þrír menn hand­tekn­ir á vett­vangi og vistaðir í fanga­geymsl­um lög­regl­unn­ar.

Um svipað leyti var til­kynnt til lög­reglu um að maður sé í haldi í versl­un í miðbæn­um eft­ir að hann hafði verið stöðvaður vegna gruns um þjófnað. Maður­inn á að hafa ógnað starfs­fólki með eggvopni.  Maður­inn var hand­tek­inn og vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Um tvö í nótt var til­kynnt um inn­brot og eigna­spjöll í skóla í Breiðholti (hverfi 109) en þrjár rúður í skól­an­um höfðu verið brotn­ar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka