Yfir 600 umsóknir bárust um tvö laus störf

Spaðinn er við Dalveg í Kópavgi.
Spaðinn er við Dalveg í Kópavgi.

Nýja pítsustaðnum Spaðanum bárust yfir 600 umsóknir þegar auglýst var eftir tveimur starfsmönnum. Fjöldi fólks er á atvinnuleysisskrá vegna kórónufaraldursins og því mikill áhugi á lausum störfum.

Staðurinn mun einungis notast við rafrænar greiðslur og verður opnaður nú í kringum mánaðamót á Dalvegi 32b í Kópavogi í miðjum faraldrinum.

Spaðinn er ólíkur öðrum matsölustöðum á Íslandi, þar sem allt söluferlið er rafrænt og því ekki tekið við peningum. Sjálfsafgreiðslukassar verða á pítsustaðnum, svipaðir þeim sem sjást víða erlendis, og þar getur viðskiptavinurinn pantað pítsu og síðan sótt. Ekki verður boðið upp á heimsendingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert