Mikil þörf fyrir mataraðstoð

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil þörf er fyrir mataraðstoð til þurfandi fólks um þessar mundir, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur hjá Fjölskylduhjálpinni.

Úthlutanir voru í Iðufelli 14 á sumardaginn fyrsta og í gær. Í dag verður tekið við umsóknum um aðstoð á vefsíðunni fjolskylduhjalp.is vegna úthlutana eftir helgi. Þeir sem ekki eru tölvutengdir geta hringt í 551-3360 kl. 13-16 á mánudag.

„Við sendum öllum sms um hvenær þeir eiga að koma. Við afgreiðum um 50 á klukkustund úr tvennum dyrum og það er gætt allrar varúðar,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að margir nýir leituðu nú aðstoðar. „Gríðarlega margir eiga engan mat. Margir hafa misst vinnuna og nú fáum við miklu breiðari hóp en áður,“ sagði Ásgerður. Útlendingum með dvalarleyfi hefur fjölgað. Margir þeirra eru atvinnulausir. Einnig koma hælisleitendur. „Þetta er fólk sem á ekkert að borða. Við gerum ekki greinarmun á fólki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert