Sendiherra fluttur heim frá Brussel

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, hefur verið kallaður heim, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Gunnar gagnrýndi harðlega drög utanríkisráðherra um breytingar á skipun sendiherra.

Umræður munu hafa verið um að Gunnar færðist í aðra sendiherrastöðu, en talið var erfitt að flytja vegna kórónuveirufaraldursins. Strax eftir að Gunnar sendi inn afar gagnrýna umsögn um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda var tilkynnt að hann ætti að flytja heim fyrir lok júní, að því er heimildir blaðsins herma, en engar skýringar voru gefnar á því að svo skammur tími skyldi vera gefinn og að þetta þyrfti að gera við núverandi aðstæður.

Gunnar sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu, þegar hann var spurður um það. Hann hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 1984 og verið sendiherra í 30 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert