Sendiherra fluttur heim frá Brussel

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunn­ar Páls­son, sendi­herra Íslands í Brus­sel, hef­ur verið kallaður heim, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Gunn­ar gagn­rýndi harðlega drög ut­an­rík­is­ráðherra um breyt­ing­ar á skip­un sendi­herra.

Umræður munu hafa verið um að Gunn­ar færðist í aðra sendi­herra­stöðu, en talið var erfitt að flytja vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Strax eft­ir að Gunn­ar sendi inn afar gagn­rýna um­sögn um frum­varps­drög­in í sam­ráðsgátt stjórn­valda var til­kynnt að hann ætti að flytja heim fyr­ir lok júní, að því er heim­ild­ir blaðsins herma, en eng­ar skýr­ing­ar voru gefn­ar á því að svo skamm­ur tími skyldi vera gef­inn og að þetta þyrfti að gera við nú­ver­andi aðstæður.

Gunn­ar sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu, þegar hann var spurður um það. Hann hef­ur starfað í ut­an­rík­isþjón­ust­unni frá ár­inu 1984 og verið sendi­herra í 30 ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert