Þriðjungur íbúa Vestfjarða verið prófaður

Guðlaugur J. Albertsson var einn þeirra sem mættu í skimun …
Guðlaugur J. Albertsson var einn þeirra sem mættu í skimun á Patreksfirði. Hann hafði búnað meðferðis til að smella mynd af athöfninni og leyfa lesendum Morgunblaðsins að sjá hvernig hún fer fram. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Skimað var fyrir kórónuveirunni hjá meira en 2.100 Vestfirðingum í átaki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Íslenskrar erfðagreiningar sem lauk í gær. Svarar þetta til um þriðjungs af íbúum fjórðungsins.

 Skimað var á norðanverðum Vestfjörðum í síðustu viku en þar var þá mikil hópsýking í gangi. Skimað var á sunnanverðum Vestfjörðum í gær og fyrradag en engar niðurstöður höfðu borist í gær.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að skimunin á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið vel. Sýni voru tekin í félagsheimilinu á Patreksfirði og mættu rúmlega 400 íbúar þangað, og komust færri að en vildu. Enginn sem búsettur er nú á sunnanverðum
Vestfjörðum hefur veikst, að því er best er vitað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert