Votlendi endurheimt í Grafarkoti

Unnið að endurheimt í Grafarkoti í Borgarfirði. Jörðin er skammt …
Unnið að endurheimt í Grafarkoti í Borgarfirði. Jörðin er skammt fyrir ofan Baulu. Ljósmynd/Votlendissjóður

Núverið hófst endurheimt votlendis á vegum Votlendissjóðs á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Endurheimtin er unnin að beiðni landeigenda af Votlendissjóði í samstarfi við Landgræðsluna.

Landgræðslan vann allar mælingar og staðfesti með þeim erindi til endurheimtar og mun starfsfólk Landgræðslunnar fylgjast með svæðinu næstu þrjú árin.

Grafarkot er í heildina um það bil 50 hektarar en samkvæmt mati Landgræðslunnar er votlendi endurheimtanlegt á um það bil 37 hekturum. Samkvæmt Loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af framræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsalofttegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Í einhverjum tilfellum mælinga í fyrrasumar, sem var einstaklega þurrt og hlýtt, fóru mælingar langt yfir 100 tonn á hektarann, segir í tilkynningu frá Votlendissjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert