Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði í lok marsmánaðar.
Gæsluvarðhaldið var í héraðsdómi framlengt til 20. maí, að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti hann eins og áður sagði.
Rannsókn málsins miðar þokkalega, sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær.