Strengurinn bætir ástandið mikið eftir óveðrið

Útdráttur hafinn á 66 kv jarðstreng á milli Varmahlíðar og …
Útdráttur hafinn á 66 kv jarðstreng á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Ljósmynd/Landsnet

Vinna Landsnets við út­drátt á 66 kílóvolta jarðstreng á milli Varma­hlíðar og Sauðár­króks er haf­in, en streng­ur­inn mun auka af­hend­inga­ör­yggi á Sauðár­króki mikið. Lenti bær­inn illa í því í óveðrinu í vet­ur, en þá datt raf­magnið út í rúm­lega tvo sól­ar­hringa og nokkra daga þar á eft­ir þurfti að skammta raf­magn í bæn­um. Ástandið var svo jafn­vel leng­ur að kom­ast í lag í nær­liggj­andi sveit­um.

Sig­fús Ingi Sig­fús­son, sveit­ar­stjóri Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lagn­ing­in sé mikið fagnaðarefni. Um er að ræða 20 kíló­metra leið og verða þrír ein­leiðarar lagðir, sam­tals 60 kíló­metr­ar.

Loftlín­an mun áfram fá að standa og með því verður komið á tvö­földu ör­yggi að sögn Sig­fús­ar og Sauðár­krók­ur þannig kom­inn með ör­ugga teng­ingu við hring­teng­ing­una bæði vest­ur og aust­ur frá Varma­hlíð.

Það þarf umtalsvert langan streng í Sauðárkrókslínu.
Það þarf um­tals­vert lang­an streng í Sauðár­krókslínu. Ljós­mynd/​Landsnet

„Með þess­um streng er af­hend­inga­ör­yggið orðið mun meira,“ seg­ir Sig­fús, en sam­kvæmt heimasíðu Landsnets er áætlað að lagn­ingu hans verði lokið á þessu ári. Seg­ir Sig­fús að í fram­kvæmd­ir hafi haf­ist í fyrra, meðal ann­ars und­ir­bún­ing­ur að línu­vegi til að auðvelda fram­kvæmd. Þá hafi streng­ur­inn verið dreg­inn yfir Sæ­mundará, en í ár verði svo stærst­ur hluti hinna eig­in­legu fram­kvæmd­ar.

Sam­hliða þessu verður byggt yfir spennistöðvarn­ar bæði á Sauðár­króki og í Varma­hlíð, en Sig­fús seg­ir að í óveðrinu hafi selta á spennu­virk­inu á Sauðár­króki valdið mikl­um vand­ræðum.

Heildarvegalengd skurðsins verður 20 kílómetrar, en þrír einleiðarar verða lagðir …
Heild­ar­vega­lengd skurðsins verður 20 kíló­metr­ar, en þrír ein­leiðarar verða lagðir þar. Ljós­mynd/​Landsnet
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert