Þrjú minkahræ án skotta í Árbæjarfossi

Vægast sagt ógeðfelld sjón blasti við göngufólki við Árbæjarfossi, sem rennur í Ytri-Rangá, í gær. Þrjú hræ flutu þar um sem virtust við fyrstu sýn vera af hvolpum. Þegar betur var að gáð var um minka að ræða, læðu, högna og hvolp. Búið var að skera af þeim skottin. 

Stefanía Mía Björgvinsdóttir kom að hræjunum með dóttur sinni og eiginmanni. Þau voru í gönguferð að skoða fossinn. Stefanía segir að dóttir hennar, sem er átta ára gömul, hafi ekki verið spennt að sjá „greyin.“

Fjölskyldan tilkynnti fundinn til dýralæknis á Hellu sem sá til þess að hræin voru sótt. Minkarnir voru orðnir hvítir að hluta vegna veru sinnar í vatninu en þeir voru orðnir mjög morknir.

Hér má sjá einn minkanna á floti en þeir voru …
Hér má sjá einn minkanna á floti en þeir voru orðnir hvítir að hluta vegna veru sinnar í vatninu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert