51 þúsund útlendingar búsettir á Íslandi

Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 820 …
Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 820 til landsins af alls 2.620 erlendum innflytjendum. AFP

Sam­tals bjuggu 366.130 manns á Íslandi í lok 1. árs­fjórðungs 2020, 188.040 karl­ar og 178.090 kon­ur. Lands­mönn­um fjölgaði um 1.870 á árs­fjórðungn­um eða um 0,5%. Í lok fyrsta árs­fjórðungs bjuggu 50.940 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar á Íslandi eða 13,9% af heild­ar­mann­fjölda.

Á höfuðborg­ar­svæðinu bjuggu 234.400 manns en 131.730 utan þess.

Alls fædd­ust 1.080 börn á 1. árs­fjórðungi 2020, en 620 ein­stak­ling­ar lét­ust. Á sama tíma flutt­ust 1.410 ein­stak­ling­ar til lands­ins um­fram brott­flutta. Brott­flutt­ir ein­stak­ling­ar með ís­lenskt rík­is­fang voru 40 um­fram aðflutta, en aðflutt­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar voru 1.450 fleiri en þeir sem flutt­ust frá land­inu. Fleiri karl­ar en kon­ur flutt­ust frá land­inu. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Dan­mörk var helsti áfangastaður brott­fluttra ís­lenskra rík­is­borg­ara en þangað flutt­ust 140 manns á 1. árs­fjórðungi. Til Dan­merk­ur, Nor­egs og Svíþjóðar flutt­ust 260 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar af 550 alls. Af þeim 1.170 er­lendu rík­is­borg­ur­um sem flutt­ust frá land­inu fóru flest­ir til Pól­lands, 390 manns.

Flest­ir aðflutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar komu frá Dan­mörku (180), Nor­egi (60) og Svíþjóð (80), sam­tals 320 manns af 510. Pól­land var upp­runa­land flestra er­lendra rík­is­borg­ara en þaðan flutt­ust 820 til lands­ins af alls 2.620 er­lend­um inn­flytj­end­um. Lit­há­en kom næst, en þaðan flutt­ust 220 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins. Í lok fyrsta árs­fjórðungs bjuggu 50.940 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar á Íslandi eða 13,9% af heild­ar­mann­fjölda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert