Mega ekki opna dósina

Eigendur Smiðjunnar brugghúss, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Vigfús Þór …
Eigendur Smiðjunnar brugghúss, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Vigfús Þór Hróbjartsson og Vigfús Páll Auðbertsson, með fyrstu bjórdósirnar, „glóðvolgar“ úr nýju vélasamstæðunni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Eigendur Smiðjunnar brugghúss í Vík í Mýrdal binda vonir við breytingar á áfengislöggjöfinni sem dómsmálaráðherra hefur lagt til með frumvarpi á Alþingi.

„Við megum ekki selja bjór út úr húsi, þó við séum með dósir, aðeins selja viðskiptavinum á veitingahúsinu. Þetta er svolítið eins og fólki sé ekki treyst til að opna dósina sjálft. Það er orðin töluverð bjórferðamennska hér, eins og annars staðar. Erlendir ferðamenn vilja fara með bjórdósir heim til að kynna vinum sínum. Við megum ekki selja þeim og verðum að benda á Vínbúðirnar sem ekki er víst að henti fólkinu. Við missum heilmikil viðskiptatækifæri með þessu. Lagabreytingin myndi aðstoða litlu brugghúsin heilmikið.“

Þetta segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert