Næsti fundur á miðvikudag

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk um fimmleytið í dag án þess að niðurstaða fengist.

„Það er samtal í gangi en það er ekkert meira sem ég get sagt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður félagsins. Næsti fundur er fyrirhugaður á miðvikudagsmorgun.

Icelandair hefur boðað hópuppsagnir vegna kórónuveirunnar. Aðspurð segist Guðlaug Líney búast við því að tilkynnt verði um þær á morgun eða hinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert