Ríkið fjármagni að hluta

Floti Icelandair stendur að mestu óhreyfður þessa dagana.
Floti Icelandair stendur að mestu óhreyfður þessa dagana. mbl.is/Árni Sæberg

Skyn­sam­legt er að ríkið taki þátt í að fjár­magna að hluta upp­sagn­ar­frest starfs­manna Icelanda­ir. Þetta seg­ir Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

Blóðugar upp­sagn­ir eru fyr­ir­hugaðar hjá fyr­ir­tæk­inu um mánaðamót­in og tel­ur Jón Þór Þor­valds­son, formaður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, ekki ólík­legt að allt að 90% starfs­fólks missi vinn­una.

For­mönn­um stétt­ar­fé­laga hef­ur þegar verið til­kynnt um upp­sagn­irn­ar, en þeir eru bundn­ir trúnaði þar til fé­lags­menn þeirra fá upp­sagn­artíðind­in í hend­urn­ar, sem gera má ráð fyr­ir að verði í fyrsta lagi á morg­un, þriðju­dag. Um 92% starfs­manna Icelanda­ir eru á hluta­bót­um, þar sem fé­lagið greiðir 25% launa­kostnaðar en ríkið 75% á móti. Sé starfs­mönn­um sagt upp þarf fé­lagið hins veg­ar að greiða all­an launa­kostnaðinn meðan á upp­sagn­ar­fresti stend­ur, en hann er jafn­an þrír mánuðir, og hleyp­ur launa­kostnaður á millj­örðum króna að meðtöld­um launa­tengd­um gjöld­um.

„Ömur­leg“ staða

Óli Björn seg­ir það gilda jafnt um Icelanda­ir sem önn­ur fé­lög að skyn­sam­legt sé að skoða hvort ekki sé allra hag­ur að ríkið aðstoði fé­lög í þess­um aðstæðum, sem hafa orðið af öll­um tekj­um. Hinn kost­ur­inn væri að fé­lög­in færu í þrot, með þeim af­leiðing­um að ríkið yrði hvort eð er að greiða starfs­mönn­um at­vinnu­leys­is­bæt­ur. „Þetta er al­veg öm­ur­legt sama hvernig fer,“ seg­ir hann.

Aðspurður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Óli Björn að sér hugn­ist þó ekki sú hug­mynd að ríkið komi inn sem hlut­hafi í Icelanda­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert