Salan geti minnkað þörf á lántökum

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt í bæjarráði að setja ríflega 15% hlut sinn í HS veitum í söluferli. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir að áætlanir geri ráð fyrir tekjufalli og kostnaðarauka upp á 5-6 milljarða kr. á þessu ári og því næsta. Því sé leitað leiða til fjármögnunar.

Hún segir þó að ekki verði tekin ákvörðun um það hvort hluturinn verði seldur fyrr en ljóst er hve mikið fæst fyrir hlutinn.

Samkvæmt verðmati sem gert var í fyrra var verðmæti veitunnar metið á um 23 milljarða króna.

Arðgreiðslur til bæjarfélagsins hafa numið 60-70 milljónum króna á ári síðustu ár að sögn Rósu. Sé miðað við hlut bæjarins og verðmat sem gert var í fyrra nemur hann um 3,5 milljörðum króna. „Sveitarfélögin í kringum okkur eru fæst með eignarhlut í veitum og við vitum að það kemur ekki til með að hafa áhrif á notendur rafmagns í Hafnarfirði hvort sem við eigum þennan hlut eða ekki,“ segir Rósa í umfjölluun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert