Sjónvarpsdagskrá í stað kröfugöngu 1. maí

Ekkert svona í ár. Í staðinn, skemmtidagskrá í sjónvarpinu um …
Ekkert svona í ár. Í staðinn, skemmtidagskrá í sjónvarpinu um kvöldið með tónlistarmönnum, uppistöndurum og baráttufólki úr verkalýðshreyfingunni. mbl.is/​Hari

Vegna kórónuveirufaraldursins getur íslenskt launafólk ekki safnast saman 1. maí í kröfugöngu, í fyrsta skipti síðan 1923. Í staðinn verður hægt að horfa á sérstaka skemmti- og baráttudagskrá á RÚV kl. 19.40 um kvöldið, sem verður send út frá Hörpu.

Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar munu setja mark sitt á útsendinguna. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins.

Hægt verður að búa til sitt eigið kröfuspjald á Facebook og sýna stuðning sinn við baráttu verkalýðshreyfingarinnar í verki með því að merkja prófílmyndina sína 1. maí.

Að dagskránni í sjónvarpinu og viðburðum á samfélagsmiðlum standa eftirfarandi heildarsamtök launafólks: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert