56 milljónir í þróun og nýjungar í skólastarfi

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og …
Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

26 verkefni fá alls rúmlega 56 milljónir úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2020-2021. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. 

Sjóðinum bárust alls 46 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 155 milljóna króna. Veittir voru styrkir til 26 verkefna að upphæð rúmlega 56 milljóna króna líkt og fyrr segir. Hæsta styrkinn hlýtur Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, alls 5,4 milljónir, fyrir verkefnið: Markviss málörvun í Fellahverfi. Um er að ræða samstarf leikskólanna Holt og Aspar, Fellaskóla og frístundaheimilisins Vinafells. 

„Umsóknirnar bera vott um þá grósku sem einkennir íslenskt skólastarf, þarna eru fjölmörg spennandi verkefni sem án efa munu auðga nám og tækifæri bæði nemenda og kennara,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu.  

Að þessu sinni byggðu áherslusvið sjóðsins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sér í lagi markmiðum 3, 4, 11, 12 og 13, sem snúast meðal annars um heilsu og vellíðan, menntun fyrir alla og aðgerðir í loftslagsmálum. Önnur af heimsmarkmiðunum komu einnig til greina.

Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi á milli skólastiga: Verkefni í leikskólum 6, í grunnskólum 30, í framhaldsskólum 5 og þvert á skólastig 5.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

Hér má sjá yfirlit yfir öll verkefnin sem hlutu styrk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert