Afbókunum skipa fer fjölgandi

Óvissa er um hvenær skip koma á ný.
Óvissa er um hvenær skip koma á ný. mbl.is/​Hari

Afbókunum skemmtiferðaskipa til landsins fjölgar hægt og bítandi enda ríkir mikil óvissa um það hvenær skipin hefja siglingar á nýjan leik.

Þær upplýsingar fengust hjá Faxaflóahöfnum í gær að búið væri að afbóka 48 skipakomur til Reykjavíkur í sumar. Eftir stendur 141 bókun en a.m.k. einhverjar þeirra munu falla út ef að líkum lætur. Allar skipakomur í apríl og maí falla niður.

Fyrsta bókunin sem enn stendur er skipið AIDAaluna, sem skráð er í Sundahöfn 6. júní, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stórar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa verið að birta tilkynningar um að þau hafi seinkað áformum um að hefja áætlunarsiglingar að nýju. Þessar siglingar lögðust alveg af eftir að covid-19 fór að berast um heimsbyggðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert