Aukin áhersla á baráttu gegn netglæpum

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. mbl.is/Júlíus

Starfsemi ýmissa alþjóðastofnana hefur breyst eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ein þeirra er Evrópulögreglan, Europol, sem er með aðsetur í Hollandi.

Grímur Grímsson, fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, starfar nú sem tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur starfar jafnan úti í Hollandi en hefur verið hér á landi síðan faraldurinn skall á af fullum þunga.

„Europol var lokað fyrir okkur tengslafulltrúum 18. mars. Maður fékk bara tölvu til að vinna á,“ segir Grímur í samtali við Morgunblaðið. Hann bætir við að ótti við að veikjast hafi ýtt undir þá ákvörðun að koma heim, tilhugsunin um að það gerðist á Íslandi hafi verið mun betri en úti í heimi.

„Í stórum dráttum held ég að það hafi gerst í öllum lögregluliðum að fara hafi þurft niður í grunninn í þessu ástandi. Það hefur sýnt sig í töluvert minni samskiptum um skipulagða brotastarfsemi, alla vega til að byrja með. Sú vinna hefur þó ekki legið niðri og til að mynda er hægt að fylgjast með því á samfélagsmiðlum hvað Europol er að brasa,“ segir Grímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert