Ekki skynsamlegt að loka meira

Nær enginn var á ferli um miðjan dag á Laugavegi …
Nær enginn var á ferli um miðjan dag á Laugavegi í gær þrátt fyrir gott veður. Borgarstjóri vill veita gangandi meira pláss og færa rekstur út mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til þessa höfum við ekki sett okkur upp á móti þessum lokunum, þær hafa ekki haft svo mikil áhrif á okkur. En núna finnum við mjög fyrir þessu þegar ferðamaðurinn er farinn. Eins og staðan er í dag þá vilja viðskiptavinir geta stoppað bíla sína nálægt og hoppað inn. Okkur finnst því ekki skynsamlegt að loka meira núna.“

Þetta segir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum við Bankastræti, en borgarstjóri hefur sagst vilja kanna hvort grípa ætti til frekari götulokana í miðbæ Reykjavíkur svo fólk geti betur virt tveggja metra reglu almannavarna. Munu verslunarmenn þá m.a. geta útvíkkað starfsemi sína út á gangstíga og akbrautir.

Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra verslunarmenn í miðbænum og bar upp við þá hugmynd borgarstjóra. Enginn sagðist vera þeirrar skoðunar að rekstur myndi batna með enn frekari götulokunum.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert