„Gríðarlegt áfall fyrir stéttina“

Icelandair segir um mánaðamótin upp um 2 þúsund starfsmönnum.
Icelandair segir um mánaðamótin upp um 2 þúsund starfsmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 900 flugfreyjum verður sagt upp hjá Icelandair núna um mánaðamótin. Þetta var tilkynnt á rafrænum starfsmannafundi fyrr í dag.

Að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, er nákvæm tala þeirra sem missa vinnuna 897. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir stéttina. Við áttum von á uppsögnum en ég held að fæstir ættu von á þessum fjölda. Eftir standa 35 stöðugildi,“ segir hún en alls verður rúmlega tvö þúsund starfsmönnum Icelandair sagt upp.

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Missa vinnuna eftir 30 ára starf

Spurð út í næstu skref segir hún að félagið muni reyna að styðja við félagsmenn sína. Það sé erfitt á tímum samkomubanns. Undir venjulegum kringumstæðum yrði blásið til félagsfundar. „Við reynum að svara spurningum. Það eru margar spurningar sem brenna á fólki.“

Í kjarasamningi eru ákvæði um að fara skuli eftir starfsaldri í hópuppsögnum. Þeir sem eru með hæstan starfsaldur eru inni. Mest hafa félagsmenn spurt út í endurkomur í starfið en þar verður farið eftir starfsaldri og frammistöðu.

Guðlaug Líney kveðst vonast eftir því að Icelandair muni þurfa á þessum mannskap að halda aftur sem missir vinnuna núna. Mögulega verði hægt að draga úr uppsögnum og ráða fólk aftur. „En fólk er í sjokki í dag. Það er bara svoleiðis," segir hún og nefnir að fólk með yfir 30 ára starfsaldur sé að missa vinnuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka