Skattlagt með sama hætti

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er sanngjarnt og eðlilegt að erlendir tæknirisar, streymis- og auglýsingaveitur verði skattlagðar með sama hætti og innlendir aðilar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Hún segir að það sé lagatæknilega flókið, en hún sé sannfærð um að það finnist leið til að auka jafnræði milli hins alþjóðlega stafræna hagkerfis og hinna sem veita frábæra þjónustu á okkar litla markaði.

„Það er þung undiralda meðal margra þjóða varðandi þetta mál, og við fylgjumst náið með stöðu mála,“ segir Lilja í skriflegu svari við spurningu Morgunblaðsins.

„Bretar, Frakkar og Spánverjar eru meðal þeirra sem hafa boðað aðgerðir einhliða og nýverið bættust Ástralar í þann hóp.

Við höfum óskað eftir því að málið verði skoðað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem telur nauðsynlegt að alþjóðleg samstaða náist um skattareglur yfir landamæri fyrir stafræna þjónustu, til dæmis innan OECD.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert