Tæplega 20% samdráttur í bílaumferð

Hafnarfjarðarvegur.
Hafnarfjarðarvegur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikill samdráttur var í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku eða 19,6% samanborið við sömu viku á síðasta ári.

Hafa ber þó í huga að mismunandi tímasetning páska flækir samanburðinn að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Bílaumferðin hefur dregist mikið saman á tímum kórónuveirunnar og var samdráttur umferðarinnar í seinustu viku svipaður og í vikunni þar á undan. Umferð á Hafnarfjarðarvegi minnkaði um 24,5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert