Tekur langan tíma að vinna okkur úr kreppunni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir það að hlutabótaleiðin hefði verið framlengd með óbreyttu sniði út júní væri ljóst að einhver fyrirtæki myndu þurfa að leggja upp laupana. Með aðgerðum stjórnvalda væri samt verið að hjálpa fyrirtækjum og forða gjaldþrotum eins og unnt er.

Þetta kom fram í máli Katrínar í Safnahúsinu skömmu fyrir hádegi. Þar kom enn fremur fram að þessar aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð á bilinu 40 til 60 milljarða.

Ljóst er að mikill halli verður á ríkissjóði á árinu og Katrín sagði úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Kostnaðurinn verður verulegur og það mun taka langan tíma að vinna okkur úr þessari kreppu, það vitum við,“ sagði Katrín.

Forsætisráðherra var spurð hvort ekki stæði til að kynna einhver sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna eða Icelandair. Hún svaraði því til að aðgerðirnar, svo sem hlutabótaleiðin, nýttust ferðaþjónustunni gríðarlega vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert