„Ég hef til að mynda komið á framfæri við kollega mína úti upplýsingum um þetta rakningarteymi okkar. Það er áhugavert að lögreglumenn hafi tekið þátt í að elta uppi smit,“ segir Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol.
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt starfi Gríms og annarra hjá Europol. Grímur hefur verið hér á landi síðan um miðjan mars og eitt af verkefnum hans er að miðla upplýsingum um viðbrögð Íslendinga við faraldrinum.
Í starfi hans er nú meiri áhersla lögð á baráttu gegn netglæpum en áður, til að mynda tilraunum til að selja falsaðan læknabúnað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.