265 manns sagt upp hjá 8 fyrirtækjum

Af þeim 265 manns sem var sagt upp í morgun …
Af þeim 265 manns sem var sagt upp í morgun störfuðu 250 manns í ferðatengdri þjónustu. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnumálastofnun hafa borist tilkynningar um uppsagnir frá átta fyrirtækjum fyrir hádegi í dag. Undir það falla 265 manns þar af 250 í ferðatengdri starfsemi. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is. 

Unnur gat ekki gefið upplýsingar um hvaða fyrirtæki um ræðir. 

Í morgun greindi mbl.is frá því að 150 starfs­mönn­um hjá Kynn­is­ferðum hefði verið sagt upp í gær eða um 40% starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Stærsta hópuppsögn sögunnar hér á landi átti sér stað þegar Icelandair sagði upp 2.000 manns fyrir mánaðamótin.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert