Endurheimti fjórar ær og hrút

Féð var sótt á gúmmíbát og flutt inn á Siglufjörð.
Féð var sótt á gúmmíbát og flutt inn á Siglufjörð. Ljósmynd/Halldór Hálfdánarson

„Þær eru allar við fína heilsu og lömbin líka – þetta braggast allt vel,“ segir Haraldur Björnsson, frístundafjárbóndi á Siglufirði.

Haraldur sótti á dögunum fjórar ær og einn kollóttan lambhrút út í Siglunes. Féð hafði gengið laust frá því í fyrra þrátt fyrir mikla leit en fannst þegar fimm áhafnarmeðlimir á varðskipinu Þór fóru í hressingargöngu út í Siglunes fyrr í mánuðinum. Höfðu skipverjar á orði að kindurnar virtust vel á sig komnar enda væri nóg af sinu að bíta í Siglunesi. Sú var raunin þegar féð var sótt og síðan kindunum var komið á hús hafa þrjár þeirra borið.

„Þetta var útigangur frá því í fyrra en ein þeirra hefur reyndar áður verið þarna einn vetur. Hún veit hvar á að fela sig,“ segir Haraldur sem heldur 80 fjár ásamt nokkrum öðrum. „Þetta er bara hobbí,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert