Flýta arðbærum verkefnum

Þétt borgarumferð.
Þétt borgarumferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að heimilt verði að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu með Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ.

Félagið á að halda utan um fjárfestingu í samgönguinnviðum til næstu 15 ára sem þegar er búið að fjármagna að hluta. Miðað er við að bein framlög frá ríki og sveitarfélögum til verkefnisins séu um 3 milljarðar kr. á ári.

Frumvarpið byggist á samgöngusáttmálanum sem ríkið og sveitarfélögin undirrituðu í fyrra en tekið er fram í greinargerð að vegna aðstæðnanna sem nú eru uppi sé mikilvægt að viðhalda fjárfestingarstigi hins opinbera og flýta framkvæmdum. Koma þurfi félaginu á fót sem fyrst. Ríkissjóður mun tryggja verkefninu 45 milljarða kr. með beinum framlögum, annars vegar 15 milljarða kr. með þróun og sölu á Keldnalandinu eða sambærilegu landi og hins vegar 30 milljarða kr. í gegnum samgönguáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert