Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sem gerður hafði verið milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Nokkuð mjótt var á munum, því 45,98% vildu samninginn en 53,02% höfnuðu honum.
Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 20. apríl til 29. apríl, en á kjörskrá voru 2.859, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið á tímabilinu apríl 2019 til mars 2020.
Alls tóku 2.288 þátt í kosningunum eða 80,03%.
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já sögðu 1.052 eða 45,98%
Nei sögðu 1.213 eða 53,02%
Ég tek ekki afstöðu 23 eða 1,01%