Rannsaka skarfa og máfa í Melrakkaey

Melrakkaey var nefnd Prestey til forna, en einnig kölluð Skolli.
Melrakkaey var nefnd Prestey til forna, en einnig kölluð Skolli. mbl.is/Sigurður Ægisson

Umhverfisstofnun hefur veitt Háskóla Íslands leyfi til rannsókna í Melrakkaey á utanverðum Grundarfirði í tíu daga í júní í ár og aftur á næsta ári að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Verkefnið er hluti af alþjóðlegu sjófuglaverkefni, Seatrack. Þessi verkhluti snýr að því að kanna vetrarstöðvar toppskarfs og hvítmáfs. Fuglarnir eru fangaðir með snörum, merktir, sýni tekið og þeim sleppt aftur, að því er fram kemur í Morgunblaðinnu í dag.

Að hámarki fjórar manneskjur munu koma að verkefninu og verður dvalið í eyjunni í einn til tvo sólarhringa á tímabilinu. Umhverfisstofnun telur að verkefnið muni hafa óveruleg áhrif á verndargildi svæðisins enda aðeins um að ræða tímabundna truflun á fuglavarpi. Umhverfisstofnun hefur síðustu ár veitt leyfi fyrir sambærilegri rannsókn í Melrakkaey, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert